Crepers pönnukökur

Virkilega góðar og einfalt að búa til.

Alltaf jafn gott!

15133963_10157727685585542_768851035_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Byrjað er að búa til pönnukökudeig

Crepes fyrir(4-5)

  • 2 bollar hveiti
  • 1 1/2 bolli mjólk
  • 1/2 bolli vatn
  • 3 egg
  • 2 msk,sykur
  • 2 msk,brætt smjör
  • 1/2 tsk salt

Aðferð: Blandið fyrst eggjum og mjólk saman og hrærið. Bætið því næst útí þurrefnum og síðan smjörinu og hrærið. Steikið á stórri pönnu, ca ein ausa í hvert sinn.

Fylling: Grænmeti að eigin vali, ég nota

  • Hrísgrjón
  • Paprika
  • Gularbaunir
  • Skinka,skorin í ræmur eða teninga
  • Púrrlaukur
  • Mozzarella ostur
  • Hvítlaukssósa
  • Krydd eftir þínum smekk

Aðferð: Látið olíu á pönnu og stillið á meðalhita. Bakið pönnukökuna og setið fyllinguna á annan helminginn pönnukökunnar, leggið síðan hinn helminginn yfir það. Látið í ofn við 180°c í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðinn

 

Njótið vel !

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband