Kornflekskökur

                                                  

Þessar kornflegskökur eru voða vinsælar hjá yngri kynslóðinni. Ég baka þær oft þegar mér langar í eitthvað sætt og nenni ekki út í búð. Finnst þær rosa góðar og ekki mikið vesen að búa þær til.

 

Uppskrift

  • 100gr smjör
  • 100gr Suðursúkkulaði
  • 5 msk sýróp
  • 100gr kornfleks

 

Aðferð

  • Bræða smjörlíki og súkkulaði saman í potti . Bæta sýrópi út í. Taka pottinn af hellunni og setja kornfleksið út í .Hrærið þessu vel saman. Setjið í lítil muffinsform.

Snapchat-1326791379159762754 (3)


Hollur og góður Boost

 

15215839_10211191804569731_1374941522_o

 

Mér finnst rosa gott að byrja daginn á einum hollum og góðum boost. Maður líður alltaf svo vel eftir svona ferskan drykk. Undir bý mér oft boost kvöldið áður og set inn í ískáp í krukku og kippi með mér í skólann daginn eftir. 

 

Boost.

  • 1 banani
  • 1 lúka frosið mango
  • 1 lúka frosin bláber
  • 1/2 bolli haframjöl
  • 2 lúkur frosin jarðaber
  • 1 msk kókos
  • 1 lúka frosin hindber
  • 3 msk banana skyr
  • Nóg af klaka, ég vil hafa áferiðina eins og ís
  • Vatn eftir smekk

Öllu skellt í blandara og mixað saman.

 

 


Sykurlaust bananabrauð

15225192_10211153309647382_740021639_o (1)             

Þetta bananabrauð er sætt og mjúkt, þó það sé ekki sykur í því. Ég bý oft til bananabrauð þegar bananarnir eru orðnir brúnir og ljótir, enda eru þeir bestir þá til að gera brauðið. Frá því ég bakaði þetta brauð fyrst hefur það lengi verið í uppáhaldi hjá mér.

Uppskrift að einu brauði

  • 2 stappaðir bananar/vel þroskaðir
  • 1 egg
  • 2 bollar hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 dl mjólk
  • 1/2 tappi vanilludropar
  • 1/2 matskeið kanill

 

Einnig er gaman að breyta til að prófa setja döðlur,hnetur,gróft kókosmjöl eða allt sem ykkur finnst vera gott í uppskriftina.

 

Aðferð
 
Stappið bananana vel og blandið öllum þurrefnunum saman í skál. Hræra mjólk,stappaða banana og egginu saman og setja svo allt hitt saman við. Hræra létt saman með gaffli. Strá smá haframjöli yfir brauðið til að fá fallega áferð. Baka í brauðformi í miðjum ofninum í 40 mínútur á 180°C.
 
 
 
15231613_10211153308967365_592394565_o
 
 

Skonsur

Nýbakaðar skonsur eru það besta!

Með smjöri, osti, skinku og því áleggi sem ykkur finnst best. Ég set oft nutella og síróp, það er algert sælgæti..!

 

 

                       15183877_10211130266431316_1157935473_o (3)

   

Uppskrift:

  • 3 bollar hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • 2 msk sykur 
  • 2 stk egg
  • 1/2 tsk salt
  • 3 bollar mjólk
  • Vanilludropar

 

Aðferð:

Blandið saman þurrefnum og síðan blautefnum, hrærið saman og bætið við mjólk ef þörf er á. Ég hræri deigið með písk. Pönnukökupanna hituð og borin á hana olía eða smjör ef þarf.
Setjið eina ausu á miðlungsheita pönnu og snúið henni við þegar loftbólur hafa myndast og er skonsunum snúið við með pönnukökuspaða eða steikarspaða.
 
 
 

Crepers pönnukökur

Virkilega góðar og einfalt að búa til.

Alltaf jafn gott!

15133963_10157727685585542_768851035_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Byrjað er að búa til pönnukökudeig

Crepes fyrir(4-5)

  • 2 bollar hveiti
  • 1 1/2 bolli mjólk
  • 1/2 bolli vatn
  • 3 egg
  • 2 msk,sykur
  • 2 msk,brætt smjör
  • 1/2 tsk salt

Aðferð: Blandið fyrst eggjum og mjólk saman og hrærið. Bætið því næst útí þurrefnum og síðan smjörinu og hrærið. Steikið á stórri pönnu, ca ein ausa í hvert sinn.

Fylling: Grænmeti að eigin vali, ég nota

  • Hrísgrjón
  • Paprika
  • Gularbaunir
  • Skinka,skorin í ræmur eða teninga
  • Púrrlaukur
  • Mozzarella ostur
  • Hvítlaukssósa
  • Krydd eftir þínum smekk

Aðferð: Látið olíu á pönnu og stillið á meðalhita. Bakið pönnukökuna og setið fyllinguna á annan helminginn pönnukökunnar, leggið síðan hinn helminginn yfir það. Látið í ofn við 180°c í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er bráðinn

 

Njótið vel !

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband